Ofursvalt: Er þetta skrýtnasti faðir heims? – Myndband

Kôlombíski listamaðurinn Dicken Schrader er enginn venjulegur pappi. En hann er athyglisverður pabbi og hann er gæddum öllum þeim eiginleikum sem gæða pabba hallærislegum blæ; hann gegnum í bol með V-hálsmáli, er með videokameru í kjallaranum og spilar tónlist frá áttunda áratugnum á gamalt Yamaha hljómborð.

Engu að síður er hann örugglega einn af flottari feðrum heims og það er ótrúlegt, að ofangreindu sögðu, að hann skuli ekki hafa fengið hallæris-verðlaun ársins. Hann, í samráði við börn sín, heldur nefnilega úti afar sérkennilegri hljómsveit sem tekur öll helstu lög Depeche Mode og útfærir á alveg fáránlega flottan máta.

 

Það er rétt, Dicken Schrader er í hljómsveit með tveimur börnum sínum á grunnskóalaldri. Og þau spila og útfæra lög Depeche Mode. Nokkuð er síðan þau slógu í gegn með afar sérstakri útgáfu af laginu Everything Counts sem sjá má hér:

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”BxQSEvHdyjQ”]

 

Börnin í myndbandinu heita Milah og Korben og eru orðnir sérfræðingar í tónlist Depeche Mode; en þessi allsérstæða þriggja manna hljómsveit hefur tekið fleiri slagara frá áttunda áratugnum og jafnvel troðið upp á götum Bogota:

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”HZpJj_ZGI3M”]

 

Er annað hægt en að vera skotin/n í þessari skrýtnu fjölskyldu? Kîktu á YouTube – þau eru HÉR
SHARE