Óhollur matur í boði í leikskólanum – Breyttu matseðlinum án þess að láta foreldra vita

Bryndís Ólafsdóttir birti grein á vefsíðunni dfs.is, þar segir hún frá ósætti sínu við breytingu á maðseðli á leikskólanum Hulduheimum á Selfossi.

Hefur ávallt vandað sig að gefa börnum sínum holla fæðu
Tvíburarnir mínir eru 4 ½ árs og hafa verið í leikskólanum Hulduheimar. Þegar ég skráði börnin inn í leikskólann fór ég með leikskólastjóranum (Eygló Aðalsteinsdóttir) yfir matseðil leikskólans. Ég var sæmilega sátt við hann og vissi að börnin mín fengu yfir daginn  þá næringu sem þau hafa rétt á til að þroskast vitsmunalega og líkamlega.  Ég borga þó ekki morgunmat heldur kem með hann sjálf og kem með speltbrauð handa þeim svo þau fái sem minnst af hvítu hveiti. Strákurinn minn hefur verið mjög viðkvæmur fyrir hveiti, höfrum og ýsu sem ég reyni að útiloka eins og ég get af matseðlinum hans.  Starfsfólk deildarinnar hefur svo verið almennilegt að láta undan óskum mínum um að stelpan mín fái einnig brauðið.

Ég hef vandað mig ofboðslega við að gefa þeim hollt fæði og fyrstu tvö árin fengu þau bara lífrænt og engin sætindi til að gefa þeim gott start inn í líf sitt. Enda eru þau bæði hraust og verður varla misdægurt.

Leikskólinn breytir matseðli án þess að láta foreldra vita, strákur Bryndísar með magaverki og niðurgang
Fyrir stuttu fór að bera á magaverkjum og niðurgangi hjá stráknum mínum sem ég skildi ekkert í.  Daginn fyrir páska rek ég svo augun í matseðil leikskólans sem heldur betur hefur tekið stakkaskiptum. Á hverjum þriðjudegi, helminginn af miðvikudögunum og fimmtudögunum er boðið upp á tilbúinn mat eins og „fiskirönd“ Hvað er það?  Á föstudögum er svo skyr, súpa eða brauð í hvert mál sem er ekki talinn mjög næringarríkur matur.

Heimagerðum mat hefur nú verið skipt út fyrir kjötfars og annað drasli sem nútímaþjóðfélag hefur fyrir löngu viðurkennt að sé óæskilegur matur. Margar rannsóknir á innihaldi hans hafa birt skuggahliðar hans og ömurlegar afleiðingar á líkama okkar.

Bryndís heldur áfram og segir:
Þar sem forsendur fyrir því að ég valdi Hulduheima eru brostnar vil ég fá flutning á annan leikskóla sem ber virðingu fyrir líkamlegum þörfum barnanna, og það TAFARLAUST. 

Eftirfarandi úrdráttur er tekinn úr  Lokaverkefni Karitas Jónsdóttur og Sunnu Alexandersdóttur um Heilsueflingu barna: gildi hreyfingar og næringar fyrir börn á leikskólaaldri, 2010 frá Hug- og félagsvísindasvið í Háskólanum á Akureyri

„Rétt næring er nauðsynleg fyrir þroska og almenna vellíðan leikskólabarna og mikilvægt er að þau fái reglulegar, heilsusamlegar máltíðir. Sýnt hefur verið fram á að matarvenjur mótast strax í æsku og viðhaldast að einhverju leyti fram á fullorðinsár. Þess vegna er mikilvægt að börnum standi strax til boða heilsusamlegur lífstíll, en fæðuval barna mótast að miklu leyti af foreldrum og samfélaginu í kringum þau og því mikilvægt að foreldrar, leikskólar og aðrir sem koma að uppeldi barna tileinki sér gott mataræði“

Ég hef vitað það í um 25 ár að allur tilbúinn matur eins og kjötfars, pylsur, fiskibollur, kjötbuff, pastaréttir og annar tilbúinn matur er óhollur og ætti ekki að neyta í magni. Nýru barna eru mjög viðkvæm fyrir háu saltmagni sem er í vörunni og mörgum öðrum aukaefnum. Það liggur því í augum uppi að hann hentar ekki börnum.

Segir leikskólastjóra vera að brjóta og vanvirða stefnu leikskólans og brjóta barnaverndarlög
Lengi hefur bleðill hangið uppi í anddyri leikskólans með stefnu leikskólans, en hún er á þá leið að „mæta barninu þar sem það er statt“    Eygló, þú ert að brjóta og vanvirða stefnu leikskólans með því að gefa börnunum óþverra að borða og stuðla þannig að óheilbrigði og vanlíðan. Þú ert einnig að brjóta Barnaverndarlög landsins. Lítum nú á hvað þau segja um líkamlega vanrækslu:

Líkamleg vanræksla er almennt talin vera fyrir hendi þegar grunnþarfir barna eru ekki uppfylltar, s.s. föt, mat og húsaskjól. SOF kerfið skiptir líkamlegri vanrækslu í sex mismunandi flokka.

Þar sem þú, Eygló misbauðst mér einnig alvarlega er að ég skildi ekki hafa fengið upplýsingar um þessar breytingar.   Þessum matseðli var laumað inn hljóðlaust með von um að foreldrarnir myndum ekki taka eftir því og þegja þunnu hljóði. 

Bryndís, sem á tvíbura á leikskólanum, krefst þess að færa börn sín yfir á annan leikskóla, tafarlaust þar sem hún telur leikskólann hafa brugðist henni og börnum hennar og vanvirt stefnu leikskólans og barnaverndarlög. Hér getur þú lesið greinina í heild sinni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here