Okrað á kodda í Rúmfatalagernum

Svo virðist sem verð á kodda í Rúmfatalagernum hafi hækkað frá því í desember, ef marka má frétt á Rúv.is í gærkvöld. Þá hafði Ingifríður R. Skúladóttir birt skjáskot sem sýna að koddinn var töluvert ódýrari í desember en núna í janúar, þegar hann á að heita að vera kominn á útsölu.

„Fyrri myndin er frá 8 des, þegar ég gerði óskalistann fyrir jólin.“

10885515_10205354420009603_747038956958747961_n

 

„Sú seinni er frá í morgun. Gaman að sjá viðskiptahætti Rúmfatalagersins. Því miður eru þeir ekki eina verslunin sem hagar sér svona!“

10897919_10205354421129631_4396721904288385638_n

 

Þegar Ingifríður sendi Rúmfatalagernum fyrirspurn vegna málsins var svarið eftirfarandi:

„Þarna er þessi koddi á tilboðsverði sem var í gildi 3. – 11. desember. Var svo hækkaður 11. des. í 5995.- Mjög algengt að það séu tilboð á vörum frá okkur með þessum hætti, það sem reyndar sést ekki á síðunni er verð áður. Takk kærlega fyrir að benda á þetta og eitthvað sem þarf að láta laga. Virðingafyllst Rúmfatalagerinn ehf.“

Tengdar greinar:

„Kærustukoddinn“ selst upp á netinu 

Dr. Oz laug að áhorfendum – Grenningarpillan er svikamylla

SHARE