Olivia Newton-John er að deyja

Olivia Newton-John (70) þekkja flestir sem Sandy úr hinni sívinsælu kvikmynd Grease. Hún var greind með banvænt krabbamein árið 2017 og er nú að berjast fyrir lífi sínu.

Olivia býr í Santa Barbara í Kaliforníu með eiginmanni sínu, John Easterling, og dóttur sinni Chloe. Chloe er að fara að giftast kærasta sínum til langs tíma, James Driskill, og eru þær að plana brúðkaupið, en Chloe er einkabarn Olivia.

„Líkami Olivia virðist vera að gefast upp en hún neitar sjálf að gefast upp fyrr en hún er búin að sjá Chloe ganga í hjónaband,“ segir heimildarmaður RadarOnline.

„Ég neita að deyja á spítala. Ég vil fá að fara á eigin forsendum, heima hjá mér, í mínu rúmi, en ekki fyrr en Chloe hefur játast unnustanum,“ sagði Olivia við vinkonu sína.

 

SHARE