
Drengirnir í One Direction hafa ákveðið að halda hver í sína áttina eftir 5 plötuna sína. Platan kemur í búðir í mars og mun það vera þeirra síðasta verk saman.
Heimildarmaður The Sun sagði: „Strákarnir hafa verið saman í 5 ár og það verður að teljast langur tími fyrir strákahljómsveit.“
Heimildarmaðurinn sagði líka að allt væri í góðu á milli drengjanna og þeir væru allir 100% samstíga í því að hætta.