One Direction pop up verslun!

One Direction er eitt vinsælasta strákabandið í dag og bræðir mörg kvenmanns hjörtu með sykrusætu lögum sínum. 

Nýverið var opnuð Pop Up ID World verslun í verslunarmiðstöðinni Field´s í Kaupmannahöfn.  Þar er seldur ýmis varningur með þeim strákum, svo sem bolir, derhúfur, stórar myndir af þeim á pappa í fullri stærð, símahulstur, dagatöl og margt fleira. 

Svo er þessi fíni veggur þar sem aðdáendur geta skrifað skilaboð til þeirra og er veggurinn í Field´s ansi útkrassaður og ýmislegt lagt á sig til að koma sínum skilaboðum á framfæri eins og þessar stúlkur hér. 

one2

one3

Það er búið að opna þó nokkrar svona verslanir t.d New York, Sydney, Brisbane, Toronto, Chicago, Stokkhólmi og Mílanó.  Pop Up verslunin ID World verður opin til 25.ágúst í Kaupmannahöfn ef þú átt leið um.

one5

SHARE