Opnunarpartý hjá skemmtistaðnum Home á Austurstræti – Myndir

Það var gleði og gaman í Austurstræti 12a á fimmtudaginn þegar skemmtistaðurinn Home hélt opnunarpartý fyrir gesti og gangandi.

Húsið var fullt frá opnun til lokunar, fólk fékk að gæða sér á góðum mat af matseðli og Rikki G sá um tónlistina og kvöldið endaði á því að Ingó veðurguð spilaði fyrir gesti við góðar undirtektir.

Staðurinn er með veitingasölu alla daga bæði í hádegi og á kvöldin og eldhúsið lokar klukkan 22. Valþór Örn Sverrisson, einn af eigendum staðarins segir að staðurinn muni bjóða upp á allt það besta, bæði í drykkjum, mat og tónlist.

Á matseðli er meðal annars að finna rif, kjúkling, tvöfaldan hamborgara og margt fleira!

“Staðurinn mun keyra á flottri tónlist, trúbadorar og dj-stemning” – Segir Valþór að lokum.

Hér má sjá myndir úr þessu flotta partýi.

SHARE