Það fer að líða á nýtt ár og margir þegar búnir að plana komandi ár í grófum dráttum og setja sér markmið.
Ég hef sett mér markmið síðustu ár en sjaldan staðið við þau nema rétt um helming, það er einföld skýring á því en við erum yfirleitt að setja okkur of mörg og há markmið. Það er ómögulegt að gera allt uppá 10.

Setjum okkur raunhæf markmið sem við getum staðið við og verið því sátt og ánægð með að hafa náð því sem við settum okkur í stað þess að gera okkur óraunhæfar kröfur sem munu sennilega aldrei standast yfir eitt ár.
Það að ákveða að hætta reykja, koma sér í klikkað form, ná 10 í öllu fyrstu önnina getur verið strembið.
Við þurfum að hugsa okkur vel hvað gengur mögulega upp en við þurfum þó að hafa fyrir hlutunum, ef við erum vön að rétt slefa yfir fall í áföngum þá er frekar ósennilegt að fá 10 í öllu.
Þess vegna væri hægt að setja sér markmið að fá t.d 7 í öllu en það er stórt stökk fyrir manneskju sem vanalega slefar yfir 4 eða 5.
Stórreykinga fólk hefur hugsanlega nóg með það að hætta að reykja og því gott að einbeita sér að því en ekki 5 öðrum markmiðum og í lok árs þá hefur engu verið náð eða öllu illa.

Öll viljum við gera betur en þegar uppi er staðið er betra að ná hlutunum á lengri tíma, einbeita sér af því þetta árið að breyta um lífstíl, það næsta gætum við hugað að einhverju öðru og svo framvegis.

Veljum okkur markmið sem eru raunhæf og ganga upp fyrir okkur, ég næ kannski ekki sömu markmiðum og Sigga vinkona því öll erum við misjöfn, viljastyrkur ekki sá sami og margt annað sem spilar inní.

SHARE