Orkudrykkjaneysla ungmenna hefur slæm áhrif á líkamlega og andlega heilsu þeirra

Neysla barna og unglinga á orkudrykkjum hefur aukist gífurlega á seinustu árum. Nýleg rannsókn bendir til þess að orkudrykkir hafa áhrif á heilsu þeirra sem neyta þeirra. Bent er á að neysla drykkjanna hafi áhrif á svefn, ADHD, kvíða og þunglyndi.

Orkudrykkir eru margir hverjir markaðssettir sem óáfengir drykkir sem eigi að bæta líkamlega og vitræna frammistöðu þeirra sem neyta þeirra. Það eru samt fáar rannsóknir sem benda til þess að þessar fullyrðingar eigi við rök að styðjast. Rannsóknir benda hinsvegar á neikvæð heilsufarsleg áhrif sem þessir drykkir hafa og má þar nefna hjarta- og æðasjúkdóma, taugasjúkdóma, efnaskipta- og meltingavandamál.

Rannsóknir benda til að 30% ungs fólks neyta orkudrykkja reglulega. Þessir drykkir innihalda vanalega mikið af koffíni og sykri og innihalda önnur örvandi efni eins og taurín, ginseng og guarana. Koffíninnihaldið getur verið á bilinu 50 mg til 505 mg í hverjum drykk.

Bandaríska barnalæknasambandið mælir gegn notkun orkudrykkja og hvers kyns koffíns hjá börnum yngri en 12 ára. Þeir leggja einnig til að takmarka koffínneyslu við 100 mg á dag fyrir þá sem eru á aldrinum 12-18 ára.

Í nýlegri rannsókn skoðuðu vísindamenn 57 rannsóknir á áhrifum orkudrykkja á börn og ungmenni sem tóku þátt í rannsóknum frá janúar 2016 til júlí 2022.

Rannsóknarhópurinn sá að sterk tenging var á milli orkudrykkjaneyslu og reykinga, áfengisneyslu, ofdrykkju, annarra vímuefnaneyslu og áforma um að hefja slíka hegðun.

Neysla orkudrykkjar var einnig tengd spennufíkn, neikvæðri hegðun, svefnleysi og lélegs svefns og slakari námsárangurs.

„Það kom líka fram að neysla á þessum drykkjum væru tengd aukinni hættu á sjálfsvígum, sálrænni vanlíðan, einkennum athyglisbrests með ofvirkni, þunglyndis- og kvíðaeinkennum, ofnæmissjúkdómum og tannskemmdun og slits á tönnum,“ sögðu vísindamenn í umsögninni um rannsóknina. „Þessi rannsókn hefur staðfest enn frekar að orkudrykkja barna og ungmenna er tengd fjölmörgum skaðlegum líkamlegum og andlegum heilsufarslegum vanda. Það þarf að vara fólk við og gera fleiri langtímarannsóknir til að ganga úr skugga um hverskonar orsakasamhengi er til staðar,“ segja þeir enn fremur.

Heimildir: Medicaldaily.com

SHARE