Örvæntingarfullir forritarar farnir að hakka Tinder

Ekki fyrr er Tinder, stefnumótaappið „alræmda” komið á markað en spegúlantarnir stíga fram; sumir í þeim eina tilgangi að sýna færni sína í tæknimálum.

Eins ömurlegt og það nú hljómar hafa einhverjir fundið út (og sennilega er um afar einmana tæknimenn að ræða) hvernig hægt er að „hakka” Tinder. Tilgangurinn? Jú, nefnilega sá að „líka við eins marga prófíla og mögulegt er” á sem skemmstum tíma, án þess að þurfa að „svæpa til hægri” í hvert einasta sinn sem nýjan notanda ber upp á skjánnum.

Árangur þess mun vera sá að hámarka möguleika sína og keyra upp vinsældirnar eins og mögulegt er – í þeim einasta tilgangi að komast upp í rúm með öðrum – fara loks á stefnumót – vekja athygli á eigin hjúskaparstöðu (ég er einhleyp/ur, HALLÓ!)

Þannig má lesa þráðinn Hacking Tinder for Fun and Profit á vefsíðunni hackernews.com þar sem notandinn dx4100 (sem reyndar ber nafnið Yuri de Souza og er fyrrum forritari hjá Microsoft) deilir tenglinum og lætur meðfylgjandi orð falla:

 I played around with Tinder one lazy Sunday afternoon and recalled my friend telling me how he would spend hours swiping right on Tinder just to accumulate as may matches as possible. This had me thinking, why can’t I reverse engineer Tinder and automate the swipes? After all, I’m pretty darn good at taking things apart!

Sousa hannaði svonefnda “lúppu”, eða einfalda skriftu sem hægt er að keyra eins oft og löngun er til meðan notandinn sjálfur fylgist með svörun fara upp úr öllu veldi. Þráðurinn er reyndar nokkuð athyglisverður, en hann má lesa HÉR en Youza segir meðal annars:

 

Or just use this handy node package. I used it to auto like 22,000 people in LA, and went on dates for 9 days in a row. Let’s just say I’m a bit exhausted.

 

Ameríka er jú stærri og allt það, en jafnvel í borg englanna verður að teljast nokkuð öflugt að skora 22.000 læk á einni viku, hvað þá hvernig sálarlífið er útleikið eftir níu stefnumót í einni og sömu vikunni. Einhleypum tækninördum er sumsé ekkert heilagt þegar málefni hjartans eru annars vegar; hvað þá makaleit gegnum netið.

SHARE