Ósiðir stjörnumerkjanna

Öll stjörnumerki eiga erfitt með að viðurkenna slæma ávana sína. Það þýðir samt ekki að það sé ekki hægt að bæta sig ef maður gerir sér grein fyrir ávönum sínum.

 

Ef þú ert að leita leiða til að bæta þig í daglegu lífi, þá er gott að vita hverjir þínir slæmu ávanar eru og bæta þig út frá því.

Hér eru slæmir ávanar eftir stjörnumerkjum.

fish-759384_960_720

1. Fiskur

Fiskurinn er yfirleitt mjög metnaðarfullur og ef hann sér eitthvað alveg stórkostlegt, vill hann fljótlega sjá eitthvað enn stórkostlegra.

Þeir reyna oft að sleppa við ábyrgð þegar þeim finnst þeim ekki ganga nógu vel í lífinu, af því þessir persónuleikar eru ofurviðkvæmir fyrir gagnrýni.

Fiskurinn er líka einstaklega latur ef það kemur ekki niður á honum eða ef svartsýnin nær tökum á honum.

aquarius-759383_960_720

2. Vatnsberinn

Fólk í Vatnsberanum eru sumar af öfgakenndustu persónum sem þú munt kynnast. Þeir upplifa bara eina tilfinningu í einu og er það oft vegna þess hversu þrjóskur Vatnsberinn er.

Vatnberinn getur oft verið talinn fálátur og vill ekki taka þátt í atburðum af engri sérstakri ástæðu. Hann er líka mjög óútreiknanlegur  í hegðun og þú verður að búast við því að hann geri ekki alltaf það sem hann ætlar sér.

capricorn-759379_960_720

3. Steingeitin

Steingeitin getur verið mjög feimin og kýs helst að vera með fólki sem hún þekkir vel, eins og fjölskyldu og langtíma vinum. Hún á það til að vera mjög þrjósk sem getur stafað af því að hún er mjög svartsýn á heiminn í kringum sig.

Þessi svartsýni gerir Steingeitinni erfitt fyrir að finna fyrir hvatningu innra með sér til að vera með í hlutum sem eru að gerast í kringum hana.

 

contactors-759373_960_7204. Bogmaðurinn

Bogmaðurinn virðist oft vera of öruggur með sig í þeim hlutum sem hann tekur sér fyrir hendur á hverri stundu.

Samt sem áður er Bogmaðurinn mjög kærulaus þegar kemur að því að vera þakklátur fyrir það sem hann hefur og það helst í hendur við ósamræmi þeirra í vinnu, skóla og fjölskyldulífi.

scorpio-759377_960_7205. Sporðdrekinn

Þegar kemur að slæmum ávönum Sporðdrekans skaltu búast við því að hann sé mjög afbrýðissamur, sérstaklega í ástarlífinu.

 

Þú getur líka búist við mikilli leynd í lífi Sporðdrekans. Það tengist svo öðrum slæmum ávana hans, sem er að hann er mjög duglegur við að sannfæra fólk um að gera allt fyrir sig.

horizontal-759380_960_720

6. Vogin

Vogin á mjög erfitt með að gera upp hug sinn um hvað hún vill gera og kemur fólki í kringum sig gjarnan í uppnám, vegna þess hversu oft hún skiptir um skoðun.

Vogin getur líka verið eitt latasta stjörnumerkið, sérstaklega ef það er ekkert sem drífur það áfram. Farðu varlega að þeim því fallegt yfirborðið segir ekki alla söguna.

 

virgin-759376_960_7207. Meyjan

Meyjan er miskunnarlausasta stjörnumerkið þegar kemur að því að segja sína skoðun. Það tengist öðrum leiðinlegum ávana hennar því hún er alltaf með puttana í öllu í stað þess að leyfa hlutunum bara að gerast eins og þeir eiga að gerast.

Meyjan vill hafa allt fullkomið og dæmir aðra sem gera hlutina ekki nákvæmlega eins og hún. Hún þolir heldur ekki þegar fólk bendir henni á nýjar aðferðir til að gera hlutina.

lion-759374_960_7208. Ljónið

Ljónið er mjög sjálfhverft og finnst það vera „meðidda“. Það kemur fram í hroka, óþolinmæði og afbrýðisemi vegna allra hluta.

Þú munt fljótlega sjá að það er mjög erfitt að sannfæra Ljónið þegar það er búið að gera upp hug sinn.

cancer-759378_960_7209. Krabbinn

Krabbinn á erfitt með að takast á við tilfinningar sínar. Hann á það til að vera mjög neikvæður og verður það til þess að hann verður mjög skapstyggur.

Þú getur líka átt von á því að hann sé svolítið uppáþrengjandi ef þú ert að „deita“ hann og hann getur verið mjög viðkvæmur fyrir því sem þú segir og gerir. Krabbanum finnst líka mjög margt grunsamlegt og á erfitt með að treysta.

 

twins-759375_960_72010. Tvíburarnir

Tvíburarnir eiga það til að vera mjög kvíðnir en það hefur að gera með það að þeir vita ekki hvenær þeir eiga að hætta. Það verður stundum til þess að þeir ganga frá verkefnum án þess að klára þau, því athygli þeirra er farin eitthvert annað.

Það er erfitt fyrir Tvíburann að vera sjálfstæður og hann á erfitt með að finna sér eitthvað að gera og þess vegna leiðist honum mjög oft.

bull-759381_960_72011. Nautið

Nautið er þrjóskasta stjörnumerkið og ef það ákveður eitthvað vill það ekki að fólk sé að fetta fingur út í ákvörðun þeirra.

Nautið á það til að vera mjög latt og vinnur sér mjög oft í haginn.

 

aries-759382_960_72012. Hrúturinn

Hrúturinn er ekkert að tvínóna við hlutina og segir oftast það sem honum býr í brjósti ef honum mislíkar eitthvað í fari annarra.

Hrúturinn er hvatvís og getur líka verið mjög þrjóskur og það er ekki auðvelt að rífast við hann.

 

 

Heimildir: Higherperspectives

 

SHARE