Óskaði eftir að kynnast karlmönnum með stefnumót og skyndikynni í huga

36 ára kona á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast karlmönnum með stefnumót og skyndikynni í huga.

Hress og ákveðin einstæð móðir með háskólapróf. Skollitað, hrokkið, axlasítt hár, blá augu, DD og í góðu formi. Er ekki að leita að langtímasambandi heldur skemmtilegum félagsskap á djammið, bíó, leikhús og áhugavert spjall yfir góðum mat og vínum. Reyki ekki og hef engan áhuga á sveittum karlpungum, körlum sem hata konur eða perrum. Ég læt ekki nota mig en er til í að nota réttu mennina.

Svona hljómaði lýsingin sem karlkyns blaðamaður MAN útbjó og birti á stefnumótavefnum Einkamál.is til að kanna viðbrögð karlmanna í makaleit. Þau létu ekki á sér standa og fylgja greininni sem birtist í nýjasta tölublaði MAN fjölmörg opinská skilaboð og tilboð frá þessum körlum. Einnig bárust „henni“ fjölmargar myndir af þeirra allra heilagasta.

Hér eru dæmi um nokkur:

„Hæ, er ekki stemmning fyrir að nota mig í kvöld?“

„Falleg – Þú ert falleg. 53 ára karl á höfuðborgarsvæðinu vill kynnast konum með vináttu/spjall, skyndikynni og bdsm í huga. Eldri fyrir yngri. Spjall og fleira. Pör geta alveg komið til greina. Er giftur ef það skyldi trufla.“

„Hey aftur. Komon gefðu mér séns. Ég er skemmtilegur og áhugaverður. Það er enginn perraskapur í mér og ég er ekki creepy sveittur loðinn gaur. Sendi þér ef þú vilt. Answer please!“

Forsida_8

SHARE