Ostabollur í rjómasósu

Þessi réttur er algert æði og ekki mjög dýr.

 

500 gr Nautahakk
1 Egg
2 mtsk Brauðrasp
1 Laukur niðursneiddur smátt
100 gr rifin ostur ( ég set alltaf meira en það)
Salt og pipar
Smjörklípa til að steikja upp úr
1 Rjómi

 

Takið hráefninn og setjið í skál hrærið öllu vel saman og mótið bollur. Steikið bollurnar upp úr smjöri og þegar orðnar steiktar þá hellið rjóma yfir og látið suðuna koma upp.

Þá eru komnar ostabollur í rjómasósu.

Rosa gott með grjónum og fersku salati.

Á þessu heimili er þetta uppáhalds svo hér er yfirleitt gerð tvöföld uppskrift.

 

SHARE