Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir er ég einstaklega hrifin af því að hafa hlutina einfalda, líka þegar bjóða skal til veislu.

Það er eitthvert letigen í mér eða kanski er þetta drottningargen, heheheheh

Ostasalt til að hafa með ritzkexi eða einhverju öðru er sjúklega gott og sáraeinfalt. Þess vegna er það alltaf í mínum partýum og það klárast alltaf.

Uppskrift:

1 mexíkóostur
1 hvítlauksostur
rauð paprika
ein lúka af niðursneiddum púrrulauk
lítil dós ananaskurl
1 dós sýrður rjómi
vínber t.d 2 lúkur eða bara eftir smekk.

Aðferð:

Allt skorið smátt og blandað saman, ekki setja safan af ananaskurlinu með!

 

Svo er bara að njóta í botn.

SHARE