Ótrúlega skondin tilviljun, eða ekki…

Við viljum oft halda að blaðamennirnir fari samviskusamlega yfir efnið sem þeir þurfa að gera grein fyrir í fréttaflutningnum.

Þetta myndband er hinsvegar sönnun þess að fréttamenn eru æ oftar farnir að lesa beint upp úr fréttatilkynningum sem berast fréttastofunni frekar en að skrifa eigin texta um fréttina.

Útkoman er bráðfyndin en hér má sjá sömu fréttatilkynninguna birtast á mismunandi fréttastöðvum.

 

SHARE