Óttast að Rob bæti á sig á meðgöngunni

Þó Blac Chyna (27) sé ólétt og í skýjunum með það er hún með áhyggjur af honum Rob sínum Kardashian (27).

Blac hefur semsagt miklar áhyggjur af því að Rob muni bæta á sig á meðgöngunni hennar því hann hefur verið að borða henni til samlætis.

 

Sjá einnig: Blac Chyna og Rob Kardasian eiga von á barni

„Það kom Blac skemmtilega á óvart að verða ófrísk aftur og hún elskar það. Hún hefur bara áhyggjur af að unnusti hennar muni bæta á sig á meðan hún er ólétt. Hann hefur verið að borða mikið með henni og það er eiginlega bara tímaspursmál hvenær kílóin fara að hrannast upp.,“ segir heimildarmaður Hollywoodlife. „Allt sem hún borðar, borðar hann með henni. Þau hafa úðað í sig hamborgurum, frönskum, mjólkurhristingum og öllu meðfylgjandi. Hún er með fullt af góðgæti og súkkulaði í húsinu en hefur sagt við Rob að hann megi ekki borða jafn mikið og hún.“

 

Blac hefur ítrekað sagt honum að hún sé að borða fyrir tvo núna og hann verði að halda áfram á ströngum megrunarkúr, sem hefur reynst honum erfitt þar sem hann er alltaf að ná í mat fyrir Blac. Blac hrósar honum mikið fyrir útlitið hans og hversu duglegur hann sé að halda sér í formi og hvetur hann alla daga til að halda áfram rútínunni.

 

 

SHARE