Óútskýrðir áverkar benda til að Bobbi Christina hafi verið beitt ofbeldi

Sterkur grunur leikur á að Bobbi Christina Brown, einkadóttir stórsöngkonunnar Whitney Houston hafi verið beitt hrottalegu ofbeldi af hálfu unnusta síns skömmu áður en sameiginlegur vinur beggja fann stúlkuna meðvitundarlausa í baðkari á heimili hennar.

Áverkar benda til að Bobbi Christina hafi orðið fyrir barðinu á hnefahöggum

Nú hefur lögreglan skorist í leikinn að sögn slúðurmiðilsins TMZ en Nick Gordon, unnusti Bobbi Christina, er undir smásjá rannsóknaraðila. Sér í lagi þykja áverkar á líkama Bobbi Christina grunsamlegir, en talið er að hún hafi hlotið áverkana af völdum barsmíða skömmu áður en hún fannst nær dauða en lífi í baðkarinu.

.

whitney-houston-with-nick-gordon-and-bobbi-kristina

Nick er unnusti Bobbi og jafnframt uppeldisbróðir allt frá 12 ára aldri

Hér má sjá myndband sem sýnir þau Nick Gordon og Bobbi Christina mæta til frumsýningu kvikmyndarinnar Sparkle árið 2012, en Whitney, móðir Bobbi fór með aðalhlutverkið í myndinni sem var jafnframt hennar síðasta hlutverk, en hún andaðist á hótelherbergi þann 11 febrúar 2012 og var myndin tileinkuð minningu hennar:

Þreif upp talsvert magn af blóði af gólfinu og hirti ekki um líðan Bobbi

Þá herma heimildir einnig að Nick hafi þrifið upp talsvert magn af blóði í íbúðinni áður en lögregla og sjúkraliðar komu á staðinn, en áður hafði hann sagt Max Lomas, sem er þekktur eiturlyfjasali og var staddur á heimili þeirra, að Bobbi væri inni í svefnherbergi.

Eiturlyfjasalinn ǽpti á hjálp eftir að hafa fundið líflausa stúlkuna í baðkarinu

Heimildir herma að Max hafi greint lögreglu frá því að Bobbi hafi hvergi verið sjáanleg þegar hann bar að garði skömmu áður en stúlkan fannst, en að sjálfur hefði Nick verið utangátta og ráfað afsíðis. Það var svo þegar sjónvarpsviðgerðarmaður barði að dyrum að Max sá sig knúinn til að opna dyrnar að svefnherberginu, þar sem hvorki Bobbi né Nick voru sjáanleg – og uppgötvaði hvers kyns var. Að því er TMZ greinir einnig frá, gerði Nick sjálfur enga tilraun til að kanna líðan Bobbi fyrr en Max dró lífvana stúlkuna upp úr baðkarinu, æpti fullum hálsi á hjálp og hringdi sjálfur á Neyðarlínuna.

0206-nick-gordon-bobbi-kristina-friend-4

Það var Max Lomas (t.h.) sem fann Bobbi líflausa í baðkarinu og æpti á hjálp

Þrálátar fregnir af andláti Bobbi Christina ekki á rökum reistar

Skemmst er frá því að segja að lögmaður Bobbi Brown, föður Bobbi Christina, sendi formlega yfirlýsingu til fjölmiðla vestanhafs fyrir örfáum dögum þar sem hann sagði fregnir af andláti Bobbi Christina vera stórlega ýktar og að fjölskyldan hefði alls ekki í hyggju að aftengja öndunarvél stúlkunnar, þar sem alltof snemmt væri að segja til um raunverulegar batalíkur.

Þá hefur lögmaður Bobbi Brown einnig lýst því yfir að Bobbi og Nick gengu aldrei í hjónaband, öfugt við það sem þau létu í veðri vaka á síðasta ári og er því rangt sem talið var, að Nick muni erfa auðæfi þau er Whitney áskotnaðist í lifanda lífi og runnu óskipt til dóttur hennar.

.

254105AA00000578-2936110-Vigil_Bobbi_Kristina_Brown_s_husband_Nick_Gordon_seen_on_Sunday_-a-1_1422912244321

Slúðurmiðlar birtu þessa ljósmynd af Nick fyrir utan sjúkrahúsið sólarhring eftir atvikaröð

Nick ekki í haldi lögreglu – en hefur ráðið til sín lögmann sem mun í viðbragðsstöðu

Það var sameiginlegur vinur parsins, Max Lomas, sem kom auga á Bobbi í baðkarinu og kallaði eftir hjálp frá Nick, sem framkvæmdi hjartahnoð á stúlkunni og hélt henni á lífi þar til sjúkraliðar komu loks á staðinn. Staðfestar heimildir fregna að Nick, unnusti Bobbi, hafi fylgt stúlkunni á sjúkrahúsið og eytt fyrsta deginum við hlið hennar en hafi horfið í kjölfarið og sé hvergi sjáanlegur nærri Bobbi í dag.

Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en þeir Nick og og Max munu báðir hafa ráðið til sín lögmenn sem eru í viðbragðsstöðu.

TMZ greindi frá

Tengdar greinar:

Dóttir Whitney Houston mun ekki vakna aftur, hryllileg ákvörðun er nú í höndum fjölskyldunnar

Dóttir Whitney Houston finnst meðvitundarlaus í baðkari

Whitney Houston myrt? – Ný gögn í máli hennar!

SHARE