Óvíst með framhaldið hjá Rob & Blac

Það hefur gengið á ýmsu í sambandi Rob Kardashian og Blac Chyna að undanförnu. Þau skrifuðu undir að fara af stað í að gera nýjan raunveruleikaþátt, sem á að heita Rob & Blac, en framleiðendur hafa nú áhyggjur af framtíð þáttanna. Rob hefur ekki verið að mæta á tökustaði seinustu vikur en hann hefur miklar áhyggjur af því að þessir þættir muni hafa eyðileggjandi áhrif á samband hans og Blac.

Sjá einnig: Rob Kardashian og Blac Chyna hætt saman

Rob hefur sagt að gerð þáttanna Keeping Up with The Kardashians hafi tekið stóran toll af Kardashian fjölskyldunni og hann hafi ekki góða tilfinningu fyrir því að fara í gerð þáttanna Rob & Blac. Um daginn ákvað Rob til að mynda að mæta ekki í afmæli ömmu sinnar en Blac mætti þangað ein, en tökumenn voru með í för og mynduðu Blac í veislunni, fyrir raunveruleikaþáttinn.

Rob fór að fá bakþanka með gerð þáttanna eftir að hann og Blac rifust heiftarlega á tökustað og hættu saman í tæpan sólarhring.

 

 

 

 

SHARE