Óvíst með framtíð Kim og Kanye

Kim Kardashian elskar eiginmann sinn, Kanye West. Eftir taugaáfall rapparans nýverið er samt óvíst um framtíð þeirra hjóna.

Kim hefur verið við hlið Kanye frá byrjun og reynir að vera sterk, en samkvæmt heimildum HollywoodLife, er Kim alveg óviss um hvað framtíð þeirra muni bera í skauti sér. „Hún elskar hann ennþá og hann er faðir barnanna hennar en framtíðin er óráðin eins og er,“ segir heimildarmaðurinn.

Furðuleg hegðun Kanye er ekki neitt nýtt fyrir Kim en hún hefur þekkt hann mjög lengi, löngu áður en þau fóru að vera saman. Þetta taugaáfall Kanye hefur samt sem áður tekið mikinn toll af Kim og brotið hana niður og valdið henni miklum kvíða.

 

 

SHARE