Pabbinn lét kenna sér að greiða dóttur sinni

Þessi maður er klárlega að leggja sig allan fram um að vera „prinsessupabbi“. Hann heitir Greg Wickherst og á 3 ára stúlku sem eyðir miklum tima með pabba sínum eftir skilnað foreldra sinna, fyrir meira en ári síðan.

 

Greg hefur rakað á sér hausinn nánast allt sitt líf, svo hann hefur ekki mikið verið í því að greiða sér. „Mig langaði ekki að vera pabbinn sem vissi ekki hvað hann átti að gera við hárið á dóttur sinni,“ sagði Greg á Buzzfeed.

Greg fór því í heimsókn í hárgreiðsludeildina í IntelliTec College.

single dad takes hair lessons for daughter

Hann eyddi þar nokkrum tímum í að greiða gínum með hjálp fagmanneskju og núna er hann ekkert smá klár í þessu. Hann elskar að sýna sköpunarverk sín á Facebook og Izzy litla er mjög hrifin líka.

single dad takes hair lessons for daughter

single dad takes hair lessons for daughter

Greg segir að besta ráðið sem hann hefur fyrir einstæða foreldra er að njóta hverrar mínútu. „Njótið þess góða og þess sem er ekki gott. Bleiurnar, frekjuköstin í búðinni, andvökunæturnar, veikindin, þrifin á ælu um miðja nótt, þetta er allt sem er bara tímabundið og mun ekki vara að eilífu,“ segir þessi flotti pabbi.

 

single dad takes hair lessons for daughter

„Uppáhaldstími dagsins fyrir mér er þegar ég vek hana á morgnana og hún er ennþá svo þreytt, að ég tek hana í fangið og hún kúrir sig í hálsakotið á mér. Sú ást og traust ég finn fyrir þarna eru bestu verðlaunin fyrir mig.“

 

SHARE