Pálmi Gestsson styður vin sinn Örn Árnason- „Hann á þetta ekki skilið“

Nú eru áramótin að koma eina ferðina enn. Hjálparsveitirnar eru farnar að selja flugeldana sína og einnig sjálfstætt starfandi aðilar einni. Einn þeirra sem hefur selt flugelda til margra ára er leikarinn góðkunni Örn Árnason.
Það eru margir harðorðir í garð þeirra sem selja flugelda og eru ekki að gera það í gegnum hjálparsveitirnar. Pálmi Gestsson leikari og vinur Arnar Árnasonar setti þennan status inn á Facebook til varnar vini sínum. Margt til í þessu hjá honum og vissulega á fólk að vanda orð sín í garð annarra:
Kæru vinir, þessa daganna er mjög til siðs að setja statusa á facebook þar sem fólk er hvatt til að kaupa flugelda sína hjá björgunnarsveitunum og er það vel því nausynlegt og sjálfsagt er að styðja þeirra mikla og eigngjarna starf. En mikið er ég orðinn þreyttur á er þessu sífelda einelti á góðmennið Örn Árnason. Ég skil ekki afhverju er ekki hægt að styrkja okkar stórkostlegu björgunnarsveitir án þess að draga aðra niður í skítinn. Sjálfur styrki ég björgunarsveitirnar með því að í mörg ár hef ég lesið inná auglýsingu þeirra Neyðarkarlinn endugjaldslaust (ég er ekki flugeldamaður og myndi aldrei detta í hug að kaupa slíka). Svo er það löngu vitað að Örn er ekki í samkeppni við björgunarsveitirnar því hann er með vöru sem þær eru ekki með, og ekkert annað. Eins og áður sagði er ég orðinn þreyttur á þessum sífelldu niðrandi komenntum um vin minn Örn. Á mörgum stöðum er hann niðurlægður með athugasemdum um vaxtarlag hans og lítið gert úr hjálpfýsi hans. Það er talað um hann eins og hann eigi að bjarga einhverjum þó hann stundi þessi viðskipti……já ég er bara orðinn þreyttur á hvernig látið er við þennan vin minn. þetta er einelti . Við þykumst flest vera svo mikið á móti því er það ekki ? Eða er það bara skinhelgi? Styrkjum nú björgunnarsveitirnar og hættum að vera leiðinleg við Örn. Hann á það ekki skilið.

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here