Pamela Anderson ungleg að fylgjast með kærastanum

Pamela Anderson (51) skartaði einstaklega mjúkri og sléttri húð þar sem hún mætti og hvatti franska kærastann, Adil Rami, til dáða. Hann spilar með franska landsliðinu.

RadarOnline hefur það eftir nokkrum af bestu lýtalæknum heims að Pamela hafi örugglega farið í stórar aðgerðir til að endurheimta æskuljóma sinn.

Lýtalæknirinn Anthony Youn segir að hún virist hafa látið sprauta fyllingum í kinnar sínar til að fá fyllra og stinnara yfirbragð.

Lýtalæknirinn segir líka að húð hennar sé aðeins of lýtlaus. Hann telur að það hljóti að vera vegna rándýrra laseraðgerða.

„Mig grunar líka að hún hafi látið sprauta botox í enni sitt og broshrukkur,“ segir Dr Youn.

SHARE