Par fór að slást vegna ágreinings um skyndibita í bílnum – Lentu í bílslysi og maðurinn lést

 

Hjónin Paul Graham og Denisa voru akandi og að rífast um hvaða skyndibita þau ættu að fá sér. Þau lentu í hræðilegum árekstri og maðurinn lést.

Þau höfðu verið gift í tæpt ár og voru á leið heim af körfuboltaæfingu þegar atvikið átti sér stað.

„Við vorum að rífast út af því sem engu máli skipi. Paul langað ekki í það sama og mig. Út af þessu æstum við okkur upp og og sögðum orð sem við hefðum aldrei átt að segja“.

Rifrildið vatt upp á sig og þau fóru að slást – hann undir stýri og hún í framsætinu hjá honum. Paul missti stjórn á bílnum sem fór yfir á hægri vegarhelming (þetta gerðist í Englandi) og þar lenti hann í árekstri við bíl sem kom akandi á sínum vegarhelmingi.  Paul lést samstundis.

Þau voru hvorugt með bílbelti og ekki er talið að þau hafi ekið á ólöglegum hraða. Ekki var um áfengisneyslu eða nokkra aðra neyslu að ræða. Maðurinn dó af afleiðingum höggsins sem hann fékk við áreksturinn.

Lola, móðir Pauls segir að Denisa, tengdadóttir hennar sem er fyrirsæta hafi ekki viljað borða skyndibita af því hún hafi verið í megrun.  Paul langaði að fá karrírétt en hún borðaði varla nokkuð því að hún þurfti alltaf að vera þvengmjó, segir móðir mannsins.

Foreldrarnir sögðu son sinn hafa verið ljúfan og góðan son sem átti marga vini. Það sást best þegar hann var borinn til grafar. Um þúsund manns komu til athafnarinnar þó að hún væri á mánudagsmorgni.

 

 

SHARE