Paris Hilton er trúlofuð

Paris Hilton deildi því á fertugsafmæli sínu að hún hafi nýlega trúlofast kærasta sínu, Carter Reum. Það eru um tveir mánuðir síðan þau fögnuðu árs sambandsafmæli sínu.

Carter fór víst á skeljarnar þann 13. febrúar þar sem þau voru að fagna afmæli Paris á einkaeyju, svona eins og maður gerir bara á stórafmælum. „Ég er spennt fyrir þessum næsta kafla og að eiga maka sem styður mig. Samband okkar er á jafningja grundvelli. Við bætum hvort annað upp og það var alveg þess virði að þurfa að bíða eftir að kynnast honum,“ sagði Paris í samtali við Vogue.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here