Paris Hilton skipti ekki á syninum fyrr en hann var eins mánaða

Paris Hilton kom aðdáendum sínum á óvart nýlega þegar hún sagði frá því að hún hefði verið að eignast annað barn, stúlkubarn, aðeins um ári eftir að hún eignaðist strákinn sinn. Staðgöngumóðir gekk með bæði börnin fyrir Paris og eiginmann hennar Carter Reum.

Í þáttunum „Paris in Love“ er hægt að fylgjast með lífi Paris og í þáttunum kom fram að Paris skipti ekki á syninum fyrr en hann var orðinn eins mánaða.

Í einu broti úr þáttunum sem nýlega fór á TikTok þá er sýnt frá því þegar Paris skipti á drengnum í fyrsta sinn og hún segist vera stressuð.

Nicky, systir hennar, er með henni og spyr hana hissa: „Hefurðu aldrei skipt á honum?“ og Paris segir „nei“.

Þegar Paris var að skipta á honum var barnfóstran með og fylgdist með og Nicky fylgdist með með smá áhyggjur og sagði nokkrum sinnum „varlega“.

Hér má sjá myndband af þessum stóru tímamótum hjá Paris.

SHARE