Páskakrútt: Sætustu kanínur heims hnoðrast í bleikum inniskóm

Hvað er betra en að byrja páskamorgunn á tveimur örsmáum og dúnmjúkum, fjaðurmögnuðum páskakaninum? Í bleikum inniskóm? Að springja úr yfirkrúttun?

Þær eiga þúsundir vina, þessar tvær, en fleiri ævintýri loðboltanna má skoða á YouTube þar sem samansafn sykursætra kanínuhnoðra ber fyrir augu áhorfenda. Upprunalega krútthnoðrann má sjá á milli, en hún heitir Booboo og er margverðlaunaður krúttbolti.

Sjá einnig: Ofursvínið Moritz er fluggáfaður lítill grís

Aðstandendur krúttboltanna hafa víða leitað fanga til að festa loðhnoðrana á filmu og meðal annars ferðast til japönsku kanínueyjunnar – Okunoshima – þar sem þúsundir lítilla ástarhnoðra hafa hreiðrað um sig og hreinlega hertekið heilt landsvæði.

Hér eru þær – krúttlegustu páskakanínurnar á Internetinu – gleðilega páska!

SHARE