Pasta með spínati og lax – Uppskrift

Hráefni:

Þú þarft eftirfarandi hráefni í uppskrift að Pasta með spínati og lax.

2 pakkar ferskt pasta
200 grömm reyktur lax
1 poki frosið spínat
¼ líter rjómi
1 saxaður laukur
1 hvítlauksgeiri
Salt og pipar
Rifið múskat
1 búnt ferskur basill

Aðferð fyrir Pasta með spínati og lax:

Sjóðið pastað og skerið laxinn í minni bita. Setjið spínatið í sigti og gufusjóðið það yfir potti með sjóðandi vatni. Svitsið lauk og hvítlauk í öðrum potti og kryddið með salti, pipar og múskati. Hellið rjóma í og látið þetta sjóða. Setjið pastað á fat. Leggjið spínatið yfir og hellið sósunni yfir. Raðið fisknum að lokum á og stráið söxuðum basil yfir. Berið fram með brauði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here