Pastaréttur – uppskrift

Maðurinn minn er ótrúlega flinkur að elda, hann hefur ótal mörgum sinnum eldað fyrir okkur síðan við byrjuðum saman. Ég er meira í því að baka, finnst það ótrúlega gaman, en hef þó gaman af því að elda líka þó ég geri það ekki jafn oft og hann. Ég eldaði pastarétt um daginn sem honum fannst svo góður að hann valdi hann í matinn í gær, þá langaði mig að elda fyrir okkur.

Þessi réttur er ótrúlega auðveldur & frekar fljótlegur. Hér er það sem þú þarft í hann.
1 mexíkóostur
1 paprikuostur
1 matreiðslurjómi
nautahakk
pasta slaufur eða spaghetti (whatever floats your boat)
Ostur – sem þú stráir yfir réttinn

Einnig er gott að bæta við – skinku steiktri með hakkinu á pönnu & 1 papriku steiktri með hakkinu.

Ég hef aldrei mælt þetta neitt sérstaklega en ég nota vanalega 2 stk. ost en bæti stundum hálfum extra við því mér finnst sósan svo góð. Ég set alltaf bara það magn af pasta sem mér finnst passa, á að duga fyrir um 4-6 manns.

Þú byrjar á því að sjóða ostinn í potti með matreiðslurjómanum, best er að hella honum smátt og smátt ofan í pottinn eftir því sem osturinn bræðist, best að hafa ostinn á lágum hita.

sýður pastað.

Steikir nautahakkið & skinkuna & paprikuna (ef þú villt hafa það með) þar til það er eldað.

Næst nærðu þér í eldfast form. Setur pastað fyrst ofan í, næst setur þú hakkið, paprikuna & skinkuna (ef þú villt hafa svoleiðis)
Svo setur þú sósuna yfir allt heila klabbið, leyfir henni að renna niður í botn, strákir svo osti yfir allt saman & smellir inn í ofn í nokkrar mín.

Þegar osturinn er orðinn bræddur ofan á er rétturinn tilbúinn

Njóta svo í góðum félagsskap.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here