Penélope Cruz mun vera fyrirsæta fyrir Lindex í þremur vorherferðum fyrirtækisins. Herferðirnar byggja á sögu þar sem fylgt er stjörnunni yfir helgi. Föstudagskvöldið er hin fullkomna veisla með glæsileika, rauðum dregli og ljósmyndurum. Á laugardeginum sjáum við Penélope slaka á í sínu nánasta umhverfi, klædd sínum uppáhalds flíkum. Í lokaherferðinni fylgjum við Penélope, íklæddri aðalflíkum sumarsins, í sérstakan
sunnudagsmorgunmat á heimili við Miðjarðarhafið.
„Ég hef haft ótrúlega gaman af því að vera fyrirsæta fyrir stóra alþjóðlega tískukeðju eins og Lindex. Mér líkar sérstaklega við það hve línan hæfir mínum stíl vel“, -segir Penélope Cruz.

Síðan hún sló í gegn árið 1997, hefur Penélope Cruz leikið í fjölda þekktra kvikmynda eins og All About My Mother ásamt mynd Pedro Almodóvar, Volver árið 2006. Hún vann óskarsverðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem María Elena í kvikmynd Woody Allen, Vicky Cristina Barcelona.

Fyrsta línan af þremur kemur í verslun Lindex í Smáralind þann 24. apríl.

Pénelope Cruz for Lindex - behind the scenes Party Perfect - Spring 2013 Pénelope Cruz for Lindex - behind the scenes Party Perfect - Spring 2013 Pénelope Cruz for Lindex - behind the scenes Party Perfect - Spring 2013

 

SHARE