Pinterest bregst við auknum vinsældum leitarorða líkt og „thigh gap“

Vefsíðan Pinterest hefur ákveðið að fara áhugaverða leið til að vinna á móti vinsældum leitarorða sem ýta undir neikvæða líkamsímynd líkt og thigh gap.

Thinspiration, pro-ana, probulimia, thigh gap og fjöldi annarra orða skila ógrynni af niðurstöðum á sumum vefsíðum.
Til dæmis gefur leitarorðið „thinspiration“ mjög neikvæðar og sorglegar niðurstöður ef því er flett upp Google.com. Þær fáu myndir sem sýna jákvæðar niðurstöður falla í skugga á öllum þeim myndum sem innihalda annað hvort myndir af stúlkum í mikilli undirþyngd eða texta til að hvetja mann fólk áfram í svengdinni.

Vefsíðurnar Tumblr, Twitter og Instagram tóku sig til og bönnuðu merkingar við myndir líkt og pro-ana og probulimia en þá er til dæmis ekki hægt að fletta þessum orðum upp á samnefndum síðum. Þessi leið skilaði ekki nægilega góðum árangri þar sem önnur álíka orð og fleiri urðu til í staðinn.

Pinterest valdi að fara aðra leið í þessum málum og í stað þess að banna leitarorð sem ýta undir neikvæða líkamsímynd þá kemur upp texti efst á síðunni um átraskanir og upplýsingar um hvert má leita þegar orðum lík thigh gap og thinspiration er flett upp.

 

SHARE