Gréta Mjöll er fjölhæf kona, annað er varla hægt að segja.  Lunkin með fótboltann og syngur eins og engill.  Hún er ekkert fyrir hvítan eyeliner í dag, finnst súkkulaði gott og hefur grátið fyrir framan lögregluna.

 

 

Fullt nafn: Greta Mjöll Samúelsdóttir.

Aldur: 26

Hjúskaparstaða: í sambúð.
Atvinna: Visual Effects Manager hjá Latabæ. Vinn sem sagt í tæknibrelludeildinni.
Hver var fyrsta atvinna þín? Vá ætli það hafi ekki verið á róló við Bjarnhólastíginn í Kópavogi þegar ég var í 8.bekk. Fékk að vinna í 4 tíma á dag um sumarið.
Manstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? Já fjölmörgum:) þykir sérstaklega vænt um hvítu eyeliner línuna sem var mikið inn þegar ég fór á Reyki í 7.bekk.
Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Nei veistu ég held svei mér þá ekki. Auðvitað er alltaf e-ð um mig sem enginn veit en það er ekkert sem ég myndi kalla leyndarmál sem ég þarf að taka með mér í gröfina.
Hefurðu farið hundóánægð úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Ég man allavega eftir því að hafa ekki þorað að segja neitt þegar ég fór í greiðslu einu sinni. Þá var gott að eiga mömmu sem gat “klagað” fyrir mann. En á fullorðinsárum þá hefur lengst Gústi frændi klippt mig og hann ákveður bara hvað skal gera og það er alltaf flott. Og núna fer ég til hans Kristins hjá Hárný og hann er svo góður að ég hef aldrei þurft að vera óánægð.
Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Í þau skipti sem það hefur gerst hefur mig bara vantað bindi eða tappa. Annars legg ég það ekki í vana minn.
Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Klárlega þegar ég pissaði á mig fyrir framan forsetann þegar ég var 10 ára.
Í hvernig klæðnaði líður þér best? Er langhrifnust af sokkabuxum og síðum skyrtum eða kjólum yfir. Fíla ekki mjög aðsniðin föt, þá get ég leyft bumbunni að standa bara út í loftið eftir kvöldmat og þarf ekki að hneppa frá neinu.
Hefurðu komplexa? Já á ofsalega erfitt með skítugar tennur, fæ alveg klígju. Þegar fólk er með heilu eða hálfu spínatlaufin í tönnunum þá reyni ég og reyni að gapa ekki á það en enda á því auðvitað að stara (svo auðvitað bendir maður fólki á það um leið og mómentið gefst). En af hverju gerir maður þetta? Eins með að labba framhjá fuglshræi, AF HVERJU ÞARF ÉG ALLTAF AÐ KÍKJA??
Hver er besta setning eða orðtak sem þú hefur heyrt? The Purpose of Life is a Life of Purpose.
Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Það verður því miður að viðurkennast að það er facebook:/ en þar strax á eftir eflaust ordabok.is
Seinasta sms sem þú fékkst? Frá Söndru vinkonu sem var svo góð að tjékka á heilsu minni og sendi: “Betri?”
Hundur eða köttur? Hundur alla leið.
Ertu ástfangin? Langt uppfyrir haus.
Hefurðu brotið lög? JÁ! ég fékk hraðasekt þegar ég var 17 ára nýkomin með bílpróf. Grét og grét í bílnum á meðan aumingja lögreglukonan reyndi að gera skýrslu.
Hefurðu grátið í brúðkaupi? Hef aldrei farið í brúðkaup án þess held ég bara haha.
Hefurðu stolið einhverju? Já:/ stal sígarettum frá mömmu þegar ég var 6 ára. Þá fór ég í gegnum “Rebel” tímabilið mitt í lífinu.
Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Svo erfitt að benda á eitt því að þó að þau séu mörg mistökin þá lærir maður alltaf e-ð sem hefur nýst manni. En ætli ég hefði ekki verið til í að læra fleiri tungumál og á hljóðfæri.
Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Vonandi bara að njóta lífsins. Borðandi súkkulaði í hvert mál og lifandi í núinu.

 

 

SHARE