Pizza pasta – Uppskrift

Uppskrift fyrir u.þ.b. 8 manns

Þennan rétt má geyma í frysti í allt upp í þrjá mánuði sem getur verið þægilegt þegar allt er komið á fulla ferð eftir sumarið.

 PIZZA PASTA 

 

Uppskrift fyrir u.þ.b. 8 manns

Þennan rétt má geyma í frysti í allt upp í þrjá mánuði sem getur verið þægilegt þegar allt er komið á fulla ferð eftir sumarið.

 

Efni:

  • 500 gr. pylsur
  • 1 msk. ólívu olía
  • ½ stór  laukur
  • Lítil dós af niðursoðnum maís
  • 1-3/4 bolli ítölsk tómatsósa  (marinara sósa)
  • Salt og pipar
  • 250 gr. heilhveiti pasta
  • 115 gr. pepperóní, skorið í bita
  • 1-1/2 bolli mozzarella ostur
  • 1/2 bolli rifinn Parmesan ostur
  • Ferskt basilikum

Aðferð: 

  1. Hitið ofninn í 180˚ C. Eldið pastað eins og leiðbeiningar á pakka segja til um.
  2. Hitið olíuna á pönnu við vægan hita.  Mýkið laukinn í olíunni. Bætið pylsum út í og sjóðið, hellið marinara sósunni út á og hrærið og bætið við salti og pipar.
  3. Blandið pasta og pylsum saman og hellið í mót. Leggið  mozzarella sneiðar yfir og stráið Parmesan ostinum yfir.
  4. Bakið í 25-30 mín. og skreytið með fersku basilíkum. Njótið vel!

 

 

SHARE