Pizzabotn úr Sólblómafræjum

Erum við ekki alltaf að leita að leiðum til að gera matinn hollari?

Þessi botn er tær snilld og kemur frá http://lifandilif.is

Fyrir þá sem elska pizzur en eru ekki hrifnir af því hvað glútein fer illa í þá, þá er þessi pizzabotn tilvalinn.  Í honum eru engar kornvörur, hnetur, ger eða egg en bragðast samt sem áður einstaklega vel.  

Þessi uppskrift gefur þér ca. 10″ pizzu, fer eftir því hversu þykka þú vilt hafa hana: 

1 bolli sólblómafræ (eða kasjúhnetur)

1/2 bolli volgt vatn

2 msk. Whole Psyllium Husk

1 1/2 msk. extra virgin olifu olía 

1/4 tsk. sjávarsalt

  • Forhitið ofninn við 200 °C.
  • Setjið sólblómafræin í matvinnsluvél eða í blandara og myljið þar til þau eru orðin að mjöli. 
  • Í stóra skál, blandið saman sólblómamjöli, vatni, huski, olíu og salti með höndunum.  Deigið mun vera blautt.
  • Setjið bökunarpappír á plötu og fletjið deigið út með höndunum.  Ef deigið festist á höndunum, skolið þær með köldu vatni og haldið áfram.  
  • Bakið í 10 mínútur.
  • Setjið það álegg sem ykkur hentar á pizzuna og bakið í 15 mínútur til viðbótar. 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here