Pizzasendill syngur eins og engill

Pizzasendillinn Jamie Pugh kom öllum á óvart í Britains’s Got Talent þegar hann tók lagið „Bring Him Home“ úr Les Misérables.

Jamie Pugh, sem starfar sem sendiferðabílstjóri á daginn og pizzasendill á kvöldin, segist aldrei hafa komið opinberlega fram. Þetta hafi aðeins verið langþráður draumur að láta reyna á raddböndin með þessu hætti.

Þetta er kannski ekki það sem búast má við af miðaldra manni sem baslar í vinnu frá morgni til kvölds. En hann náði sannarlega að heilla alla viðstadda upp úr skónum.

Menn með slíka rödd verða bara að fá að heyrast!

SHARE