Það verða heppnir einstaklingar sem fá PlayStation®4 endurgreiddar í Gamestöðinni

Skífan og Gamestöðin ríða á vaðið næst komandi  þriðjudagskvöld þegar fyrstu PlayStation®4 (PS4™) verða seldar hér á landi.
Formlega kemur PlayStation®4 út á Íslandi miðvikudaginn 29. janúar en Skífan og Gamestöðin taka forskot á sæluna með kvöldopnun í verslunum sínum í Kringlunni og Smáralind.  Fyrstu eintökin af PlayStation®4 verða afhent kl. 21:00 á þriðjudag en opið verður til kl. 23:00.

gamelogo

Gríðarleg spenna hefur verið fyrir PS4 en heil sjö ár eru frá því að PlayStation®3 kom út.  Um algjörlega byltingu er að ræða og er upplifunin af því að spila engu lík.  Þú getur verið í beinum samskiptum og deilt með vinum skjáskoti af leikjum og eins tekið upp vídeó og dreift því áfram á vini á sama tíma og þú spilar á samfélagsmiðlum, t.d.  á  Facebook og Twitter.
PS4 hefur þegar selst í yfir 4 milljónum eintaka á heimsvísu og hafa viðtökurnar verið afar góðar.

„Við hjá Gamestöðinni erum virkilega spennt að geta loksins byrjað að selja PS4 til Íslendinga þar sem PlayStation hefur alltaf haft mikla yfirburði á íslenska markaðnum.  Það kemur aðeins takmarkað magn af PS4 til landsins og því líklegt að það seljist upp fyrsta kvöldið. Fyrstur kemur, fyrstu fær,“ segir Ágúst Guðbjartsson, framkvæmdastjóri Skífunnar og Gamestöðvarinnar.

Í tilefni af sölunni á PS4 verða aukahlutir og leikir fyrir PS4 á 10% afslætti fyrir þá sem kaupa vélina í forpöntun eða á kvöldopnunni sjálfri.  Nöfn allra þeirra sem kaupa PS4 verða sett í pott og verða tveir heppnir einstaklingar dregnir út sem fá vélar sínar endurgreiddar að fullu.

SHARE