Playboy kanínan Holly Madison sýndi áhorfendum fæðingu dóttur sinnar – Myndband

Fyrrverandi kærasta Hugh Hefner og Playboy kanínan Holly Madison fæddi stúlkuna Rainbow fyrir tveimur mánuðum síðan. Holly fetaði í fótspor Kourtney Kardashian þegar hún leyfði áhorfendum sínum að horfa á hana fæða barnið sitt. Áhorfendur fengu að sjá hana frá því hríðir byrjuðu, þar til hún hafði fengið deyfingu og var tilbúin að fæða. Unnusti hennar var henni við hlið allan tímann og Holly er hæstánægð í móðurhlutverkinu.

Holly sagði að hríðirnar hefðu verið slæmar, stanslaus sársauki og öndunaræfingar hjálpuðu lítið til. Fæðingin virðist þó hafa verið frekar róleg miðað við það sem maður heyrir og sér í bíómyndum og öskrin sem maður heyrir á fæðingarganginum. Fæðingin hefur þó líklega verið pródúseruð eftir tilmælum Holly svo að við fáum alveg örugglega ekki að sjá allar lægðir. Var þín fæðing eitthvað svipuð?

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”FR9OM947RG8″]

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here