Pönnukökur með ostafyllingu og jarðarberjasósu

Þessar skemmtilega öðruvísi pönnukökur koma af blogginu hennar Tinnu BjargarÉg mæli eindregið með því að þið prófið þær, laugardagur og svona. Það klikkar fátt sem Tinna galdrar fram úr erminni.

Sjá einnig: Amerískar pönnukökur – Uppskrift

Þú getur fylgst með Tinnu á Facebook – það er alveg nauðsylegt fyrir alla sælkera.

IMG_2686

 

Ponnukökur

200 gr hveiti

1 msk sykur

1/2 tsk matarsódi

1/2 tsk salt

2-3 dl mjólk

2 egg

2 msk brætt smjör

2 tsk vanilludropar

  • Blandið þurrefnum saman í skál.
  • Byrjið á að hræra 2 dl af mjólk saman við þurrefnin með pískara. Hellið mjólkinni í mjórri bunu í miðju skálarinnar og hrærið í litla hringi til að byrja með svo ekki myndist kekkir.
  • Hrærið eggjum saman við og hrærið í stærri hringi til að bæta við hveiti. Athugið að best er að hræra kekki úr deiginu á meðan það er svolítið þykkt.
  • Hrærið að lokum smjöri og vanilludropum saman við.
  • Deigið á að vera þunnt svo það renni vel um pönnuna. Ef það er of þykkt, bætið þá við 1/2 – 1 dl af mjólk.
  • Ef miklir kekkir hafa myndast í deiginu má alltaf bjarga sér með því að sigta það.
  • Hitið pönnukökupönnu á hæstu stillingu og bræðið á henni örlitla smjörklípu. Lækkið niður í miðlungs hita og ausið þunnu lagi af deigi yfir pönnuna.
  • Látið deigið renna um pönnuna þannig að pönnukakan verði þunn. Ef of mikið deig er á pönnunni má einfaldlega hella því af.
  • Þegar loftbólur hafa myndast á pönnukökunni og deigið er bakað í geng, snúið henni við og bakið á hinni hliðinni.

Ostafylling

400 ml þeyttur rjómi

200 gr rjómaostur

120 gr flórsykur

1 tsk vanilludropar

  • Þeytið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman í skál.
  • Blandið þeyttum rjóma varlega saman við.

Jarðarberjasósa

200 gr frosin jarðarber

3 msk hrásykur

1 matarlímsblað

  • Setjið jarðarber og sykur í pott og sjóðið niður.
  • Sigtið sósuna.
  • Leggið matarlímsblað í bleyti þar til það verður mjúkt og hrærið saman við sósuna á meðan hún er heit.
  • Gott er að afþíða jarðarberin í örbylgjuofni áður en þau eru soðin til að flýta fyrir.

Sjá einnig: Sænskar pönnukökur

Góða helgi!

 

SHARE