Pósan skiptir öllu máli – Frábær fyrirmynd þessi stelpa

Við erum svo ánægðar með þessa stelpu. Hún hefur verið að taka svona myndir af sér til að sýna að stundum skiptir ÖLLU máli að pósa rétt, girða sig og halda maganum inni. Svo þess á milli, er maður bara eins og allt venjulegt fólk, með húð sem hreyfist og netta appelsínuhúð á lærunum og svo framvegis. Hún heitir Bree Lenehan og er ástralskur áhrifavaldur og birtir alltaf svona myndir á mánudögum með textanum Real Me Monday.

Mergur málsins er að við verðum að elska okkur og líkama okkar. Hann er ótrúlega fullkominn og kemur okkur í gegnum hvern daginn á fætur öðrum, þrátt fyrir allt sem við látum hann ganga í gegnum.

Við erum öll manneskjur og enginn er meitlaður í stein. Það er bara þannig!

SHARE