Charlene Friend er ein af fyrrum kærustum Prince heitins. Það kom henni ekki á óvart að heyra um það magn læknadóps sem fannst á heimili söngvarans eftir hans dag.

Sjá einnig: Syngur Nothing Compares 2U til minningar um Prince

Charlene segir að Prince hafi stundum verið vakandi í allt að 5 daga samfleitt, án þess að borða eða drekka og var á sífelldum þönum milli heimilis síns og upptökuversins. „Ég þurfti að næla mér í kríublund við hvert tækifæri til þess að halda  mér gangandi,“ segir Charlene. Hún segist hafa spurt hann hvernig í ósköpunum hann færi að þessu og svar hans var: „Englafæði. Matur fyrir sálina, ekki úr holdi.“ 

Þegar Prince svaf loksins, setti hann álpappír í alla glugga, hækkaði hitann í herberginu og svaf í svarta myrkri.

 

SHARE