Prjónauppskrift af barnasokkum

Hér kemur prjónauppskrift í boði vefsíðunnar Handverkskúnst.is. Á heimasíðunni má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik.

Zig-Zak barnasokkar

Ég sá sokka með þessu munstri á Ravelry. Mér þykir þetta munstur alltaf skemmtilegt og ákvað að prjóna barnasokka með þessu munstri. Með því að breyta grófleika garns og nota fínni eða grófari prjóna getur þú fengið mismunandi stærðir af þessum sokkum, breytir bara lengd á fæti eftir því sem hentar verðandi eiganda.

Screen Shot 2014-11-25 at 10.32.08

Garn: Ég notaði Smart í bláu sokkana og Dale Falk fyrir bleiku sokkana, 2 dokkur í báðar stærðir
Prjónar: Sokkaprjónar nr 3 fyrir minni sokkana,  sokkaprjónar nr 4 fyrir stærri sokkana.
Prjónfesta:
Skóstærðir:
Bláu sokkarnir eru í skóstærð: 26-28 (3-5 ára)
Bleiku sokkarnir eru í skóstærð: 36-38 (8-10 ára)

Útskýringar á skammstöfunum:
v: prjónið framan og aftan í lykkjuna
4S: prjónið 4 lykkjur slétt
1Ó+2Ss+STY: ein lykkja tekin óprjónuð, tvær lykkjur prjónaðar sléttar saman, óprjónuðu lykkjunni steypt yfir
sm: sentimetrar
B: prjónið bruðið
S: prjónið slétt
s: saman
2Szs: prjónið 2 lykkjur slétt saman í gegnum aftir lykkjuboga á báðum lykkjum
Sz: prjónað slétt aftan í lykkjuna; í aftari lykkjubogann

ZigZag munstur:
Umferð 1: prjónið slétt
Umferð 2: prjónið *v, 4S, 1Ó+2Ss+STY, 4S, v* endurtakið *-* út umferðina.

Sokkur:
Fitjið upp 52 lykkjur og prjónið stroff 2 slétt, 2 brugðið, 2½ sm. Skiptið yfir í ZigZag munstur og prjónið þar til stykkið mælist 16-17 sm

Hællstykki:
Hællstykkið er prjónað yfir 26 lykkjur á prjóni 3 og 4 en lykkjur á prjóni 1 og 2 eru geymdar á meðan; snúið við og prjónið:

Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið út umferðina = 26 lykkjur
Umferð 2 (frá réttu): *takið 1 lykkju óprjónaða, prjónið 1 lykkju slétt* endurtakið frá *-* út umferðina. = 26 lykkjur

Endurtakið þessar tvær umferðir þar til;
Minni sokkur: 20 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.
Stærri sokkur: 24 umferðir hafa verið prjónaðar, endið á umferð frá réttunni.

Hælúrtaka:
Umferð 1 (frá röngunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 14B, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 2 (frá réttunni): Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið 5S, 2Szs, 1S snúið við
Umferð 3: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið brugðið þar til 1 lykkja er að gatinu, 2Bs, 1B, snúið við
Umferð 4: Takið fyrstu lykkju óprjónaða, prjónið slétt þar til 1 lykkja er að gati, 2Szs, 1S, snúið við
Endurtakið umferðir 3 og 4 þar til allar lykkjur hafa verið prjónaðar = 16 lykkjur

Skiptið þeim á 2 prjóna og takið upp á hlið hælsins:
Minni sokkur: 10 lykkjur
Stærri sokkur: 14 lykkjur

Umferðin byrjar nú á miðjum hæl (undir il) og er prjónað slétt yfir prjón 1 og 4 en munstur yfir lykkjur á prjóni 2 og 3.
Minni sokkur: nú eru 18 lykkjur á prjóni 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3
Stærri sokkur: nú eru 22 lykkjur á prjón 1 og 4 en 13 lykkjur á prjóni 2 og 3.

Prjónið eina umferð slétt á prjóni 1 og 4, ATH: prjónið lykkjur á hælstykki Sz og munstur á prjóni 2 og 3.

Úrtaka á aukalykkjum:
Prjónn 1: prjónið þar til 3 lykkjur eru eftir á prjóninum, 2Ss, 1S,
Prjónn 2: prjónið munstur
Prjónn 3: prjónið munstur
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 1 umferð án úrtaka (prjónið slétt á prjónum 1 og 4 en munstur yfir prjóna 2 og 3)
Endurtakið þessar tvær umferðir þar til 13 lykkjur eru eftir á prjóni 1 og 4.

Prjónið nú áfram án úrtaka þar til lengd á sokk er 4 sm styttri en rétt lengd á að vera.

Screen Shot 2014-11-25 at 10.31.58

Úrtaka á tá:
Nú er prjónað slétt yfir allar lykkjur, prjónið úrtökuumferð þannig:

Prjónn 1: prjónið slétt þar til 3 lykkjur eru eftir 2Ss, 1S
Prjónn 2. 2Sz, prjónið slétt út prjóninn
Prjónn 3: prjónið slétt þar til 2 lykkjur eru eftir 2Ss
Prjónn 4: 1S, 2Szs, prjónið slétt út prjóninn

Prjónið 3 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 2 umferðir án úrtöku
Prjónið úrtökuumferð
Prjónið 1 umferð án úrtöku
Takið nú í hverri umferð þar til 16 lykkjur eru eftir, prjónið þá 2 lykk jur slétt saman út umferðina = 8 lykkjur eftir. Slítið bandið frá og dragið í gegnum þær sem eftir eru.

Gangið frá endum, þvoið sokkana og leggið til þerris.

Hér má nálgast pdf skjal með uppskriftinni

Prjónauppskriftin er í boði Handverkskúnst.is sem er haldið úti af mæðgunum Guðrúnu Maríu og Elínu Kristínu. Á heimasíðunni má nálgast prjóna- og hekluppskriftir og ýmiskonar fróðleik.

handverkskunst

SHARE