Public House – Gastro Pub: Nýr veitingastaður & bar á Laugavegi 24

Núna í lok apríl opnar nýr veitingastaður og bar á Laugavegi 24 (þar sem Lemon var áður til húsa) sem ber nafnið Public House – Gastro Pub. Staðurinn mun vera opinn frá 11:00 á morgnana og langt fram á kvöld. Boðið verður upp á hádegismatseðil frá kl. 11:00 – 16:00 alla virka daga og kvöldmatseðil frá kl. 16:00 öll kvöld vikunnar.

Alla laugardaga og sunnudaga milli 11:00 – 16:00 verður sérstakur brunch matseðill og alla sunnudaga verða Bollinger Champagne Sundays, þá verður allt Bollinger kampavín á 50% afslætti. Einnig verður happy hour alla virka daga á milli 16:00 – 19:00 og því tilvalið fyrir fólk að kíkja við strax eftir vinnu í drykki og smárétti.

Mikið verður lagt upp úr bjór og vínpörunum við rétti á matseðlinum og hægt að velja úr 10 mismunandi bjórum í 200 ml glösum til þess að para við smáréttina og því upplagt að fá sér nokkra mismunandi bjóra og para við mismunandi rétti. Á Public House – Gastro Pub verða nokkrir af færustu kokteilbarþjónum Íslands á bakvið barborðið.

Mikið verður lagt upp úr góðri stemningu, góðum mat, tónlist og andrúmslofti. Hönnuður staðarins er Leifur Welding, sem hannað hefur flesta flottustu veitingastaði landsins.

Við hlökkum mikið til að heimsækja Public House – Gastro Pub.

 

SHARE