Rabbabara/eplapæja

Þessi er sjúklega einföld og fljótleg en líka brjálæðislega góð. Í minni fjölskyldu hefur þessi pæja verið endalaust vinsæl yfir sumartíman.

Uppskrift:

200 gr smjör
2 dl sykur
1 tsk lyftiduft
2 dl hveiti
1 tsk vanilusykur
2 egg

Aðferð:

Rabbabari og epli skorið í smátt og raðað í botninn á smurðu eldföstu móti.

Hráefnið sett saman í pott og hrært í við vægan hita er svo hellt yfir rabbabara og epli…

Persónulega finnst mér gott að strá smá súkkulaðispænum eða kanil yfir og svo inn í ofn

Bakað við 170 gráður í 25 mín.

Geggjað með ís.

SHARE