Ráðherra tók kvennaklósettið – Hvað er það?

Ég fór á leikinn Stjarnan – Inter í gær. Það var mögnuð stemning og ótrúlega gaman. Ég fór á klósettið eins og allflestir aðrir í hálfleik og eins og svo oft áður var margra metra röð á kvennaklósettið og röðin silaðist áfram. Það er einkennilegt að þarna voru tvær pissuskálar og eitt klósett fyrir karlmenn en einungis EITT klósett fyrir konurnar. Hvað er það eiginlega?! Vanalega eru konur lengur á klósettinu fyrir einhverja óskiljanlega ástæðu sem ég skil ekki, því þegar ég fer á klósettið, og veit að fjöldinn allur af konum er að bíða reyni ég að pissa alveg extra hratt til að flýta mér, (já það er hægt að pissa hægt og hratt).

Allavega, þá var alveg ótrúlega löng bið á kvennaklósettinu og ég var farin að horfa í kringum mig og leita annarra leiða eins og að pissa bakvið ruslafötu einhversstaðar. Konan sem var næst í röðinni á klósettið bankaði létt á hurðina, svona til þess að konan sem væri á klósettinu vissi að fólk væri að bíða.

Það sem gerist næst er það sem kom mér óvart! Það kom karlmaður út af klósettinu og ég sá ekki betur en þarna væri sjálfur forsætisráðherra vor, Sigmundur Davíð, á ferð. Konurnar horfðu á hann forviða og fóru að pískra sína á milli „Þetta var Sigmundur Davíð, forsætisráðherra“ og voru þær heldur pirraðar yfir þessu. Í fyrsta lagi að þarna var karlmaður að stoppa röðina á klósettið og öðru lagi að honum fannst þetta, að því er virtist, ekki mikið mál að hann hafi verið á kvennaklósettinu.

 

SHARE