Ráðlagði nemendum að hætta að bora í nefið – Myndband

Sandra Bullock kom nemendum í Warren Easton Charter High School í New Orleans í Bandaríkjunum heldur betur á óvart þegar hún hélt ræðu á útskriftinni þeirra.

Ræðan hennar vakti mikla lukku en hún sótti innblástur í ræðuna sína frá fjögurra ára gömlum syni sínum sem hún ættleiddi frá New Orleans með fyrrverandi eiginmanni sínum Jesse James.
Sandra hafði ræðuna stutta og gaf hún útskriftarnemendum nokkur góð ráð eins og til dæmis að hætta að bora í nefið á almannafæri.

Hér má sjá ræðuna í heild sinni.

https://www.youtube.com/watch?v=uRL4BvwLLIE

SHARE