Ráðleggingar um umönnun ungbarna – Frá árinu 1983

Að ala upp barn árið ´83 (leiðbeiningar um umönnun ungbarna gefið út af barnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar)

• Munið að þvo geirvörturnar daglega úr volgu sápuvatni allan meðgöngutímann. Herðið þær með að bursta þær með linum bursta, og stælið þær með sól og birtu.

• Það er siðferðileg skylda hverrar móður að hafa barn sitt á brjósti!

• Þegar móðir og barn hafa hvílst vel eftir fæðinguna (eftir 7-12 klst) er barnið sett á brjóst í fyrsta sinn.

• Móðurinni á að vera tryggð 7-8 klst óslitin hvíld á nóttunni, þá á barnið alls ekki að sjúga. Gefa skal barninu brjóst 5 sinnum á sólarhring. Máltíð skal ekki standa lengur en 15 mínútur.

• Ungbörn eiga að vera á brjósti ekki skemur en 6 mánuði og ekki lengur en 9 mánuði!

Munið að það er barninu óhollt að vera lengur á brjósti en 9 mánuði 

• Mæðrum sjálfum er hollt að hafa börn sín á brjósti. Þeim heilsast betur en ella, aflagast síður í vexti og endist betur hraustlegur hörundslitur og annar þokki

• Linnulaust hamp, kjass og leikir er barni jafn skaðlegt og sinnuleysi. Hófleg afskipti tryggja best eðlilegan andlegan þroska barnsins. Látið barnið með öllu afskiptalaust þegar það vakir og unir sér vel, ungbörn þarfnast engrar skemmtunar.

• Kyssið aldrei barn yðar á munninn.

• Í svefnherbergi ungbarns á að vera opinn gluggi dag og nótt. Herbergishiti fyrir ungbörn er hæfilegur 18 c. að degi en 12-14 c. að nóttu (fyrirburar þurfa þó 2-4 gráðum heitara).

• Ungbörn á að lauga daglega, upp úr 33° heitu vatni. Baðið má ekki taka lengri tíma en 3-5 mínútur.

• Úr því barnið er orðið mánaðargamalt er ráðlegt að styrkja það með loft- og sólbaðsböðum. Er það þá látið liggja allsbert í sólskini við opinn glugga.

• Ungbörn eiga að sofa ein í rúmi.

• Venja skal barn af gúmdúsu (snuði) þegar það er orðið 6-7 mánaða.

• Þegar barnið er hálfsmánaðar er rétt að fara að gefa því ávaxtasafa, og 1-2 mánaða gamalt skal venja það á lítils háttar spónamat með mjólkinni – skyr, gulrófnastöppu, ávaxtamauk eða grænmetisseyði

 

Fengið af Facebook síðunni Brjóstagjafaráð – Barnið okkar 

SHARE