Ráðstefna um breytingaskeið kvenna í Hörpu: “Ég er orðin fullþroskuð kona”

“Ég lít svo á að ég sé að fara inn á nýtt æviskeið. Ég veit að formlega orðið er breytingaskeið, en mér finnst nafnið ágætt, því þá er það bara til að breyta einhverju” Þetta segir m.a. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, framkvæmdarstjóri og fjárfestir í fjörlegri kynningarstiklu um fyrirhugaða ráðstefnu um breytingaskeið kvenna sem haldið verður á vegum Félags áhugakvenna um breytingarskeiðið í Hörpu þriðjudaginn 6 maí nk.

Umræða um aukið frelsi kvenna fellur gjarna í skuggann fyrir daglegu háði

Fjölmargar konur taka til máls í sjálfri kynningarstiklunni sem sjá má hér að neðan, en þó líkamleg einkenni breytingaskeiðsins á borð við svitakóf, svefntruflanir og skapgerðarbreytingar séu oft að háði hafðar í daglegu máli, gleymist jafnan að ræða þau tækifæri sem fjölmargar konur sjá í þessu mikilvæga skeiði í lífi hverrar konu sem nær miðjum aldri; sjálft skeiðið þegar kona fer úr barneign.

Þegar ég var orðin fimmtug sagði ég loks; ég er orðin fullþroska kona”

Kristbjörg Elín Kristmundsdóttir, jógakennari og blómadropaþerapisti segir í kynningarstiklunni breytingaskeiðið geta verið stórkostlega upplifun í lífi hverrar konu, ef hún læri einungis að vinna með því. “Mig langar að koma þeim skilaboðum til allra kvenna, hversu gamlar eða ungar sem þær eru, að þetta tímabil er ekki hræðilegt. Það er æðislegt. Og það er frábært. Ef að við vinnum með því þá munum við fá brjálæðislega mikið út úr því.”

“Ég man eftir því þegar ég var orðin fimmtug. Þá sagði ég; Ég er orðin fullþroskuð kona” segir Hulda Leifsdóttir, listakona og sápugerðarkona jafnframt og klykkir skemmtilega út með orðunum: “þetta tímabil þýðir það fyrir mig. Að ég er orðin fullþroska. Og núna bara byrjar ballið!”

Blómstrandi áhugakvennafélag í stöðugum vexti á Facebook

Félagið sem stendur að baki ráðstefnunni og hratt úr garði gerð kynningarstiklunnar, spratt af umræðusíðu um breytingarskeiðið á Facebook fyrir rétt um ári síðan og var stofnað í maímánuði 2013, hefur blómstrað á undanförnum mánuðum en í upphafi voru einungis nokkrir tugir kvenna virkir þátttakendur í umræðunni en daglega bætist í hópinn og eru nú um tvö þúsund íslenskar konur hluti af Facebook síðunni sem félagið heldur úti, öðrum konum til fróðleiks og leiðsagnar.

Valinkunn kona í hverjum ræðustól á alfyrstu ráðstefnu áhugakvennafélagsins 

Valið úrval frábærra kvenna tekur til máls á ráðstefnunni, sem hefst með orðum breska höfundarins Jill Shaw Ruddock, sem ritaði bókina The Second Half of Your Life en fyrirlestur Jill mun bera heitið Why Menopause Is The Start Of The Best Years. Þá mun Herdís Sveinsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði einnig fjalla um blæðingar og breytingar í lífi kvenna, Ragnheiður Inga Bjarnadóttir kvensjúkdómalæknir fjallar um líf og heilsu kvenna eftir breytingaskeiðið og Auður Bjarnadóttir jógakennari í framhaldinu leiðir hugleiðslu fyrir ráðstefnugesti.

Konur þurfi að iðka þá list að lifa nærandi lífi með seinni kynþroskaskeiðinu

Sýnd verða valin viðtöl við einar þrjátíu konur sem allar eiga það sameiginlegt að hafa upplifað breytingaskeiðið, en til máls eftir hlé taka þær Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir sem fræðir fundargesti um hvernig náttúran er í stakk búin til að takast á við breytingaskeið kvenna en Kristín Linda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Huglind og ritstjóri Húsfreyjunnar ræðir um þá list að lifa með breytingaskeiðinu. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í viðskiptafræði mun heldur lokafyrirlesturinn sem ber heitið “Seinna kynþroskaskeiðið: Betri eða bitrari? en sjálfri ráðstefnunni lýkur með pallborðsumræðum sem Edda Arinbjarnar mun stýra.

Allar upplýsingar um ráðstefnuna í Hörpu má nálgast HÉR en við bendum fróðleiksþyrstum um úrræði og umbætur er varða breytingaskeið kvenna á Facebook hóp Félags áhugakvenna um breytingaskeið kvenna.

Hér má sjá kynningarstikluna sem gerð var í tengslum við ráðstefnuna:

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”FOziP8ZiiLg”]

 

 

SHARE