Rækta raunveruleg typpi á rannsóknarstofum

Vísindamönnum hefur loks tekist að rækta getnaðarlimi á rannsóknarstofu og segja að hægt verði að hefja prófanir á körlum innan fimm ára. Tilgangurinn er sá að gera körlum sem misst hafa getnaðarliminn, orðið fyrir alvarlegum skaða vegna krabbameins eða eru að kljást við meðfædda vansköpun, að fá ágrædda getnaðarlimi sem ræktaðir hafa verið á rannsóknarstofum.

Það er Wake Forest Institute for Regenerative Medicine í norður Karólínu sem stendur að verkefninu, en prófanir sem snúa að öryggi, virkni og endingu standa nú yfir. Vonir standa til að Bandaríska Matvæla- og Lyfjaeftirlitið gefi grænt ljós á prófanir á körlum innan fimm ára.

Fyrr á þessu ári tókst sama teymi vísindamanna að rækta kynfæri kvenna á rannsóknarstofu sem grædd voru í fjórar stúlkur á táningsaldri með framúrskarandi árangri. Nýju líffærin voru öll grædd í stúlkur sem fædust með Mayer-Rokitansky-Kuster-Hauser heilkennið, sem er afar sjaldgæfur genagalli sem gerir að verkum að leggöng og leg konunnar er ýmist vanskapað eða vantar með öllu.

Prófanir á kanínum hafa þegar sýnt fram á jákvæða svörun og sagði Anthony Atala, sem er prófessor og ábyrgur fyrir rannsókninni sjálfri að þrátt fyrir að tilraunaágræðsla getnaðarlims á kanínur hefðu sýnt jákvæða svörun ætti enn eftir að yfirstíga ófáar hindrandir til að hægt yrði að mæta læknisfræðilegum kröfum.

Til að hægt verði að framkvæma vel heppnaða ágræðslu og koma í veg fyrir að líkaminn hafni hinu ræktaða líffæri munu getnaðarlimirnir verða ræktaðir úr frumum hvers einstaklings sem þiggja á líffærið.

Þetta mun verða gert með því að taka frumur úr því sem eftir stendur af getnaðarlim karlmannsins og í framhaldinu verður hægt að rækta nýjan getnaðarlim á sex vikna tímaskeiði.

Lesa má nánar af ræktuðum kynfærum kvenna hér en BBC greindi frá málinu fyrr á þessu ári.

SHARE