Rafrettan sprakk framan í hann

Hinn 16 ára gamli Ty Greer í Kanada slasaðist alvarlega þegar rafretta hans sprakk á meðan hann var með hann í munni sínum. Perry Greer, faðir drengsins, sagði að drengurinn hefði verið að fá sér „smók“ af rettunni þegar hún sprakk:

Það kviknaði í andliti hans og tvær tennur brotnuðu. Hann brenndist í koki og tungan er illa brennd. Ef hann hefði ekki verið með gleraugu á sér er möguleiki að hann hefði misst sjónina.

Sjá einnig: Hvað eldir þig jafn mikið og reykingar?

Ty á eftir að þurfa langan tíma til að jafna sig á meiðslum sínum.

Þetta er ekki einstakt tilfelli því maður í Þýskalandi missti nokkrar tennur seinasta laugardag þegar rafrettan hans sprakk í munninum á honum. Annar maður lenti í því að rafhlaðan í hans rafrettu sprakk í vasa hans. 15 ára gamall drengur missti 6 tennur þegar hans retta sprakk í munni hans.  

SHARE