Rakar sig bara ef hún ætlar að fækka fötum

Yasmin Gasimova, frá Reading, er 19 ára og skrifa um líkamshár sín og birti myndir af sér á netinu. Myndirnar hennar hafa farið víða á netinu og hafa farið víða um heiminn. Hún ákvað það þegar hún var 11 ára að raka sig hvergi og langar að hvetja aðrar konur til þess að vera náttúrulegar.

Sjá einnig: Skegg tók að vaxa í andliti hennar eftir að fyrsta barn hennar fæddist – Hefur falið andlit sitt í 19 ár bak við slæðu

Yasmin birti myndir af leggjum sínum, maga og andliti á netið og hún segir að eftir að þetta fór á netið hafi ringt yfir hana vinabeiðnum og skilaboðum.

Ég hef fengið skilaboð frá fullt af strákum og sumar stelpur hafa sent mér skilaboð og sagt að ég væri góð fyrirmynd. Ein stelpa sagði að ég væri hugrökk.

Yasmin sagði frá því að hún hafi verið boðuð í sjónvarpsþáttinn This morning vegna uppátækisins en sagði jafnframt frá því á Twitter í gær að það hafi verið hætt við það allt saman.

Hún skrifaði:

This Morning sýndi því áhuga að fá mig í þáttinn hjá sér og mér leist vel á það til að koma því á framfæri til samfélagsins að konur eigi ekki að vera meðvitaðar um sjálfar sig vegna líkamshára sinna. Þegar ég heyrði svo í þeim í síma gerði ég þeim það ljóst að ég ætlaði ekki að tala um mitt persónulega líf heldur að samfélagið þurfi að breyta viðhorfi sínu til kvenlíkama, svo konur eins og ég þurfum ekki að fela neitt. Svo virðist vera að þetta viðhorf mitt hafi ekki verið nógu „öfgakennt“ fyrir þáttinn þeirra svo þeir ákváðu að hætta við að fá mig.“

Sjá einnig: Hárvöxtur í andliti hjá konum – Hvað er til ráða?

Talskona MirrorTV svaraði þessu þannig að þau hefðu aldrei staðfest það að hún ætti að koma í þáttinn en þau tala við fjölmarga á degi hverjum sem koma til greina sem viðmælendur fyrir þáttinn en svo er bara valið úr.

Yasmin revealed she has had 500 messages from men and women around the world since she posted her personal essay detailing why she had stopped shaving her body hair

 

When she was in school Yasmin was teased about her dark body hair but from the age of 11 she decided to stop shaving and embrace her body's natural hirsute look

Sjá einnig: Breytingaskeið kvenna

Líkamshár Yasmin eru dökk og hún snyrtir andlitshár sín reglulega og hárvöxtinn í kringum munninn bara þegar hún nennir. Hún segist vera alveg meðvituð um að þetta er ekki samfélagslega samþykkt eins og staðan er í dag og þess vegna raki hún hárin ef hún er að fara á strönd eða að fara að stunda kynlíf.

 

 

SHARE