Rannsóknir benda til að klámneysla sé fíkn – Klámfíkn sambærileg eiturlyfja og áfengisfíkn

Rannsóknir benda til að klámneysla sé fíkn 

Vísindamenn sem hafa verið að rannsaka heila klámneytenda hafa komist að því að sömu heilastöðvar virkjast við neysluna og gerist hjá eiturlyfjaneytendum og alkohólistum.

Heilastarfsemi þeirra sem ekki eru klámneytendur var önnur og öðruvísi en hinna sem voru stöðugir neytendur kláms.

Efri myndirnar sýna myndir af heilum fólks sem ekki leggur í vana sinn að horfa á klámefni og sýndu heilastöðvarnar ekki svörun þegar þeir sáu þannig efni. Neðri myndirnar sýna viðbrögð heila klámneytenda þegar þeir sáu klámefni.

Rannsóknin sem var gerð við háskólann í Cambridge leiddi í ljós að margt bendir til að þeir sem horfa mikið á klám séu í raun haldnir klámfíkn á sama hátt og eiturlyfjaneytendur og alkohólistar eru haldnir fíkn.

 

Vísindamennirnir sem hafa verið að rannsaka þetta segja að miklu meiri og stærri rannsóknir þurfi svo að unnt verði að staðhæfa og fullyrða um niðurstöður. Eftir standi að viðbrögð heila klámneytenda þegar þeir sáu klámmyndir og viðbrögð heila eiturlyfjaneytenda og alkhólista voru mjög svipuð.

 

 Heimild

SHARE